Brunaviðvörunarkerfi

heimildir04

Vísanir í byggingarreglugerð nr. 441/1998

  • 92. 3. Reykskynjari í íbúðir, lágmarkskrafa
  • 161. Brunaviðvörunarkerfi
  • 104. 14. Fjölbýlishús fyrir aldraða
  • 106. 14. Skólar og dagvistunarstofnanir. Fyrir fleri en 50
  • 107. 21. Samkomuhús. Fyrir fleiri en 50
  • 108. 12. Verslunarhús. fyrir brunasamstæður stærri en 1000 m2
  • 110. 19. -110.21. Hótel, dvalar- og heimavistir
  • 111. 20. Iðnaðar- og geymsluhús. Brunasamstæður stærri en 1000 m2

Reglur Brunamálastofnunar

  • 161. Reglur um sjálfvirk brunaviðvörunarkerfi
Birt undir flokknum Heimildir | Tagged | Skrifið athugasemd

Út- og neyðarlýsingar

heimildir03

Vísanir í byggingarreglugerð nr. 441/1998

  • 160. Neyðarlýsing og útljós
  • 106.13. Skólar og dagvistunarstofnanir
  • 107.20. Samkomuhús
  • 108.11. Verslunarhúsnæði
  • 109.9. Skrifstofuhúsnæði
  • 111.19 Iðnaðar- og geymsluhús
  • 114.10 Bílageymslur stærri en 100 m2

Reglur og leiðbeiningar Brunamálastofnunar

  • 160 Neyðarlýsingar og útljós
Birt undir flokknum Heimildir | Tagged | Skrifið athugasemd

Flóttaleiðir

heimildir02

Vísanir í byggingarreglugerð nr. 441/1998

  • 137.1.a Meginmarkmið brunavarna bygginga
  • 63.5. Öryggissvæði á lóð, (inngarðar)
  • 96.2. Íbúðir í kjallara og á jarðhæð (björgunarop)
  • 101.1. Veggsvalir
  • 102.6. Kröfur vegna svalaskýla (björgnarop
  • 103.10. Einbýlishús og önnur sérbýlishús (björgunarop)
  • 104.13. Fjölbýlishús, tvær óháðar flóttaleiðir
  • 104.17. Fjölbýlishús (svalir)
  • 107.22. Samkomuhús (tveir á m2 í samkomusal)
  • 108.13. Verslunarhúsnæði (einn á 3 m2)
  • 158. Flótti úr eldsvoða
  • 159. Björgunarop
  • 169. Almennt um hollustuhætti
  • 201.14. Lyftur, má ekki nota í eldsvoða
  • 204. Varnir gegn eldsvoða í stigum og stigahúsum
  • 205. Flóttaleiðir
  • 206. Fyrirkomulag flóttaleiða
  • 207. Gangur í flóttaleið
  • 208. Dyr í flóttaleið

Leiðbeiningar Brunamálastofnunar

  • 107. 22. Ákvörðun um hámarksfjölda í samkomuhúsum
  • 158. 4. Leiðbeiningar um hönnun flóttaleiða
  • 206. 5. Um fjölda flóttaleiða
  • 208. 1. Um flóttaleið sem opnast inn
  • 102.6. Opnunarbúnaður á svalaskýlum
  • 106.11 Kennslustofur þar sem er sérstök eldhætta
Birt undir flokknum Heimildir | Tagged | Skrifið athugasemd

Úttektir bygginga og eftirlit með lóðum og framkvæmdum á þeim

Vísanir í byggingarreglugerð nr. 441/1998

  • 48.1. Áfangaúttektir
  • 53. Lokaúttekt
  • 55. Hús tekið í notkun
  • 61. Byggingareftirlit
  • 63. Öryggissvæði á lóð
  • 71. Gámar o.fl.
  • 102.8. Kröfur vegna svalaskýla
  • 204.-209.5. Ýmis ákvæði, bönnuð notkun á húsi
Fjölbýlishús sem viðmiðun
  • Samkomuhús (ath. útljós í gr. 107.20), skólar og dagvistunarstofnanir fyrir allt að 50 manns.
  • Verslanir og skrifstofuhúsnæði allt að 150 m2 ( sjá takmarkanir í skrifstofuhúsnæði í gr.109.1).
  • Hótel dvalar- og heimavistir með allt að 11 gistirýmum (20 ef skynjarar eru samtengdir).
Birt undir flokknum Heimildir | Tagged | Skrifið athugasemd

Brunahönnun

Vísanir í byggingarreglugerð nr. 441/1998

  • 98.1. Timburhús
  • 138. Almennt um brunahönnun
  • 139. Krafa um brunahönnun og áhættumat
  • 140. Brunavarnir samkvæmt forskrift
  • 141. Brunavarnir samkvæmt brunahönnun
  • 142. Blönduð brunahönnun

Leiðbeiningar Brunamálastofnunar

  • 98.1. Brunahönnun timburhúsa
  • 141.2. Um hönnunarbruna
  • 143.1. Leiðbeiningar um framsetningu brunahönnunar
Birt undir flokknum Heimildir | Tagged | Skrifið athugasemd

Uppdrættir og byggingarleyfi

Vísanir í byggingarreglugerð nr. 441/1998

  • 8.4. Störf byggingarnefnda (afgreiðsla mála)
  • 8.8. Störf byggingarnefnda (Skyldur slökkviliðsstjóra)
  • 11.1. Almennt um byggingarleyfi (nýjar teikningar)
  • 18.5.-18.7. Aðaluppdrættir (fjöldi fólks í salarkynnum o.fl.)
  • 18.16. Aðaluppdrættir (aðkoma slökkviliðs)
  • 22.1. Lóðauppdrættir (aðkoma slökkviliðs)
  • 23.1. Burðarvirkisuppdrættir
  • 24.1. Lagnauppdrættir
  • 98.1. Timburhús (brunahönnun)
  • 102.1. Kröfur vegna svalaskýla
  • 102.9. Kröfur vegna svalaskýla
  • 103.11. Einbýlishús og önnur sérbýlishús (brunahönnun)
  • 107.25./107.26. Samkomuhús (brunahönnun)
  • 108.14. Verslunarhúsnæði (brunahönnun)
Birt undir flokknum Heimildir | Tagged | Skrifið athugasemd

Opinbert eftirlit

Vísanir í byggingarreglugerð nr. 441/1998

  • 61.1.-61.2.    Byggingareftirlit

Lög og reglugerð Brunamálastofnunar

  • 12. gr. laga um brunavarnir nr. 75/2000
  • Reglugerð um eldvarnaeftirlit sveitarfélaga með atvinnuhúsnæði sem tekið hefur verið í notkun, nr. 198/1994
Birt undir flokknum Heimildir | Tagged | Skrifið athugasemd

Eigið eldvarnaeftirlit

heimildir01

  • 23. gr. laga um brunavarnir nr. 75/2000
  • Reglugerð (og leiðbeiningar) um eigið eldvarnaeftirlit eigenda og forráðamanna með brunavörnum í atvinnuhúsnæði nr. 200/1994
Birt undir flokknum Heimildir | Tagged | Skrifið athugasemd

Íkveikju og sambrunahætta

Sorptunnur og annað brennanlegt rusl

Varasamt er að geyma brennanlegt rusl og sorptunnur nærri byggingum vegna íkveikjuhættu.

Gerðar hafa verið prófanir á brunaeiginleikum sorptunna úr plasti. Niðurstöður prófana leiddu til þess að settar voru reglur um staðsetningu þeirra. Miðað er við 240 kg. ílát (polyethylen).

  • Eitt til tvö ílát skulu staðsett í að minnsta kosti þriggja metra fjarlægð frá timburvegg.
  • Eitt til tvö ílát skulu staðsett í að minnsta kosti tveggja metra fjarlægð frá járnklæddum vegg eða vegg með klæðningu í flokki eitt.
  • Þau mega standa upp við steyptan vegg, en þó aldrei í minni fjarlægð en þrjá metra, mælt í láréttri línu að glugga.
  • Aldrei má vera minna en 5 m. fjarlægð í timburþakskegg og glugga mælt í lóðréttri línu.
  • Ef ílátin er þrjú eða fleiri skal bæta tveimur metrum við ofangreindar fjarlægðir.
  • Séu ílátin fleiri en tíu skulu þau vera í sérstöku skýli úr a.m.k. E30 óbrennanlegum byggingarefnum, hámarksfjöldi íláta er tíu í hveju skýli. Hurðir eiga að opnast frá húsinu.

Ef ekki er hægt að uppfylla öryggisfjarlægðir má nota skýli eins og áður er lýst.

Bannað er að nota sorpílát úr plasti inni í byggingum nema í sorpgeymslum sem uppfylla kröfur 84. gr. byggingarreglugerðar.

Gróðureldar

Eldur í sinu getur kveikt í byggingum, girðingum, vörustæðum og fleiru úr brennanlegum efnum. Neisti frá sinubruna getur orsakað sprengingu á svæðum þar sem búast má við eldfimum gufum, til að mynda bensínstöðvum, olíubyrgðastöðvum og vinnustöðum þar sem unnið er með eldfim efni.

Til að koma í veg fyrir slíka bruna þarf að slá grasið niður í svörð á haustin.

Það fer eftir áhættunni hversu mikið þarf að slá og fjarlægja.

Lög um sinubrennur og meðferð elds á víðavangi

1992 nr. 61 1. júní

Lagasafn. Uppfært til febrúar 2001.  Útgáfa 126a.

1. gr. Óheimilt er að brenna sinu nema á jörðum sem eru í ábúð eða nýttar af ábúendum lögbýla og þá samkvæmt leyfi sýslumanns og að fylgt sé ákvæðum í reglugerð, sbr. 4.

2. gr. Aldrei má brenna sinu þar sem almannahætta stafar af eða tjón getur hlotist af á náttúruminjum, fuglalífi, mosa, lyng- eða trjágróðri og mannvirkjum.

6. gr. Sá sem veldur tjóni með sinubrennu eða meðferð elds á víðavangi þannig að saknæmt sé ber fébótaábyrgð á því tjóni sem af hlýst.

8. gr. Brot gegn ákvæðum laga þessara varða sektum.

Þótt lögin banni sinubrennur, sbr. 2. gr. hafa þau ekki komið í veg fyrir íkveikjur sem oftast eru raktar til barna og unglinga sem hafa trúlega ekki hugmynd um tilvist laganna.

Birt undir flokknum Brunavarnir bygginga | Tagged | Skrifið athugasemd

Sprengihætta

sprengihaetta02

Geymsla

Sprengiefni, þar með talið skotelda á að geyma í sjálfstæðu brunahólfi.

Ef um verulegt magn er að ræða á geymslan að vera í sjálfstæðri byggingu á lóð og skulu fjarlægðir frá nálægum áhættum vera í samræmi við magn sprengiefnisins.

  • Geymslurnar skulu vera sérstaklega hannaðar og byggðar miðað við áhættu og magn sprengiefnis og þannig frá henni gengið að sprengiþrýstingur fari í fyrirfram ákveðna átt.
  • Í það minnsta fjölnota, vöktuðu viðvörunarkerfi (reykskynjarar og hreyfiskynjarar) skal komið fyrir í og við geymslurnar, val á kerfum og staðsetning skynjara fer eftir aðstæðum.
  • Vélabúnaður má ekki vera í geymslunni og handverkfæri og annar búnaður skal vera neistafrír.
  • Eftir atvikum skal vera sprengiheldur eða neistafrír rafbúnaður í rýminu.
  • Í rýminu skal vera það geymsluhitastig sem sprengiefninu hentar best.
  • Starfsmenn skulu fá viðeigandi fræðslu og þjálfun í meðferð á sprengiefnum.

Athugið: Ávallt skal fara fram áhættumat á geymslum fyrir sprengiefni, þar með talið skotelda.

Sprautuklefar

Sprautuklefar þar sem unnið er með eldfima grunna og lökk, skulu vera sjálfstæð brunahólf. Viðunandi loftræsting beint út á að vera í klefunum. Lampar skulu vera neistafríir og rafmótor loftpressu sprengiþéttur. Ekki má nota gólfefni sem geta myndað neista.

Hleðsla á rafgeymum

Hleðsla á rafdrifnum forklyfturum og sambærilegum tækjum á að fara fram í sérstöku herbergi afmörkuð með EI60 byggingarhlutum og EICS30 hurð. Loftræsa á herbergið á fullnægjandi hátt meðan á hleðslu stendur vegna vetnis sem myndast við hleðslu rafgeyma. Loftræsimótor skal staðsetja utan herbergis og stokks.

Gastæki

Þar sem unnið er með gastæki skal merkja staðsetningu þeirra með gasmerki utandyra.

sprengihaetta01

Suðuvinna eykur hættu á bruna. Rýmdu svæðið og hafðu slökkvitæki á staðnum. Nauðsynlegar varúðarráðstafanir eru undir þér komnar.

Gasflöskur á verkstæðum skulu geymdar á vögnum nærri merktum útidyrum.

Gashylki eiga það til að springa í eldsvoða og eru því hættuleg.

Gas og eldfimar gufur

Þar sem unnið er með gas eða efni sem skapa eldfimar gufur, þurfa verkfæri, húsbúnaður og gólfefni að vera úr neistafríum efnum.

F- gas

Það getur orðið sprenging ef til að mynda F- gas lekur út því það þarf ekki nema neista til dæmis frá tengli eða rafmótor til að í því kvikni, verður þá mikil hita- og þrýstingsaukning í rýminu.

Athugið: Það er nauðsynlegt að hafa gasskynjara þar sem gas er geymt/notað.

Birt undir flokknum Brunavarnir bygginga | Tagged | Skrifið athugasemd