Eldstoðir ehf.:
- tekur að sér eldvarnaeftirlit fyrir sveitarfélög
- gerir út æfingargáma sem notaðir eru til þjálfunar reykkafara
- aðstoðar við skipulagningu æfinga á öllum sviðum slökkvistarfa
- áætlar tækja- og mannskapsþörf miðað við áhættur í sveitarfélögum
- mælir mögulega vatnsöflun og gerir tillögur um úrbætur sé þörf fyrir þær
- aðstoðar fyrirtæki við að koma á eigin eldvarnaeftirliti
- þjálfar starfsfólk fyrirtækja í að fást við eld á byrjunarstigi og rýmingu bygginga
- flytur inn tækjabúnað til slökkvistarfa
- vinnur brunavarnaáætlanir fyrir sveitarfélög
Eldstoðir ehf var stofnað í byrjun árs 2007.
Stofnendur og eigendur eru:
Guðmundur Páll Bergsson og Baldur Sturla Baldursson
Guðmundur starfaði sem slökkviliðsmaður hjá Slökkviliði Reykjavíkur og síðan sem deildarstjóri hjá Brunamálastofnun ríkisins, fyrst sem eldvarnaeftirlitsmaður og síðan sem úttektar og eftirlitsmaður með slökkviliðum. Hann hefur leiðbeint varðandi uppbyggingu slökkviliða og lagt á ráðin varðandi tækjakaup. Hann vann einnig við kennslu og þjálfun slökkviliðsmanna.
Baldur starfaði hjá Slökkviliði Reykjavíkur sem slökkviliðsmaður og varðstjóri og síðan hjá SHS, seinni árin sen eldvarnaeftirlitsmaður og verkefnisstjóri í forvarnadeild. Jafnframt starfaði hann um tíma við eldvarnaeftirlit á landsbyggðinni og var í all mörg ár í hlutastarfi hjá Brunamálastofnun sem leiðbeinandi.