Þjálfun fyrir slökkviliðsmenn

eldgamur_450

Æft í eldgámi

Eldstoðir bjóða upp á upprifjun í formi fyrirlesturs fyrir slökkviliðsmenn.

Einnig bjóða Eldstoðir upp á verklegar æfingar, meðal annars í eldgámi sem er í eigu fyrirtækisins.

Fyrirlestrar og æfingar:

  • Þróun innanhússbruna, fjallað um eðli elds og slökkvitækni, fylgst með þróun eldsins í æfingagámi fyrirtækisins og slökkviaðferðir æfðar.
  • Vatnsöflun, tækjabúnaður slökkviliðsins notaður.
  • Reykköfun, tæki slökkviliðsins notuð.
  • Reyklosun, ýmsar aðferðir.
  • Notkun froðu og froðubúnaðar, æft með tækjum slökkviliðsins.
  • Brunavarnir og gerð viðbragðsáætlunar, áhætta á svæðinu skoðuð auk æfingar.
  • Viðbrögð vegna mengunarslysa, farið yfir mengunarvarnabúnað og viðbrögð æfð.
  • Björgun úr bílflökum, æft með tækjabúnaði slökkviliðsins.
  • Brunavarnir; björgunar- og slökkvisstörf í dreifbýli.
  • Notkun stiga, rifjárna, handslökkvitækja og fleira þar sem því verður komið við.

Gert er ráð fyrir að fjórar klukkustundir fari í hvert þessara atriða.

Athugið: Til að uppfylla kröfur um æfingatíma þurfa allir slökkviliðsmenn að æfa að minnsta kosti 20 klst. á ári, þar að auki eiga reykkafarar að æfa reykköfun í að minnsta kosti 25 klst. á ári.

This entry was posted in Þjálfun and tagged . Bookmark the permalink.

Leave a Reply