Raflagnir og raftæki

Rafmagnsslys

Um 30 % bruna vegna raflagna og raftækja eru í atvinnuhúsnæði.

Í 60% tilfella eru það sjálf raftækin sem eru orsakavaldar, röng notkun 29% og lausar tengingar 3%, ekki er vitað um orsakir í 8% tilfella.

Kostnaður vegna rafmagnsslysa er yfir 40 milljónir á ári.

Rafmagnskaplar

Rafmagnskaplar eiga að þola ákveðið álag í tilgreindan tíma.

Það þar að fylgjast með reglulegri endurnýjun rafmagnskapla.

Hvernig haga kaplar sér í bruna?

Við hönnun og val á vírum og köplum er mikilvægt að gera sér grein fyrir hegðun þeirra í bruna. Þá ber að hafa eftirfarandi sérstaklega í huga:

  • Hegðun í eldi, það er brunamark og hvernig þeir næra eld.
  • Afleiðingar af völdum tærandi eiturgufa.
  • Reykmyndun (myrkvun á flóttaleiðum og hindrun á slökkvistarfi).

Kaplar sem innihalda halógena eru einkum þeir sem búnir eru til úr efnum sem innihalda klór, til dæmis polyvínylklórið (PVC), klórmettað gúmmí (CR), teflon o.fl.

Klórsýra eða flúorsýra myndast við bruna í þessum efnum sem eru bæði tærandi og heilsuspillandi.

raflagnir

Halógenfríir kaplar

Halógenfríir kaplar eru uppbyggðir af hreinum kolvetnissamböndum. Við bruna slíkra efna myndast engar tærandi eða eitraðar gufur heldur einungis vatnsgufa og koldíoxíð.

Fjölliður eins og t.d. polýetýlen (PE) eða polypropýlen (PP) eru halógenfríar. Þessi efni brenna þó auðveldlega og eru ekki sjálfslökkvandi.

Halógenfríir kaplar fyrir öryggissvæði eins og til dæmis flóttaleiðir verða að vera tregbrennanlegir og sjálfslökkvandi. Það eru kaplar sem innihalda fjöliðusambönd, sem innihalda töluvert magn eldvarnaefna. Með notkun ýmissa viðbótarefna má ná tilætluðum virknitíma, til dæmis E90.

Gera verður kröfur um að nota skuli halógenfría öryggiskapla og víra í húsnæði þar sem fólk safnast saman eða þar sem þarf að vernda veruleg verðmæti t.d.:

  • Sjúkrahús, háhýsi, verslanamiðstöðvar, hótel, samkomuhús, skólar o.fl.
  • Ýmis viðvörunarkerfi, loftræsikerfi, rúllustigar, lyftur, öryggislýsing, skurðstofur, gjörgæslur o.fl.
  • Tölvulagnir, raforkuver, iðnaður með háu verðmætastigi og hættustigi o.fl.
  • Varaaflskerfi.
  • Það getur verið nauðsynlegt að nota halógenfría kapla í flóttaleiðum.

Í flóttaleiðum ættu kaplar að vera í tregbennanlegum kapalrennum í stað kapalstiga.

Úr reglugerð

Í 46. gr. byggingarreglugerðar segir að rafvirkjameistari beri ábyrgð á brunaþéttingum með lögnum sem þeir leggja í gegnum brunahólfandi byggingarhluta.

Í 188 gr.byggingarreglugerðar er almennt fjallað um lagnir, þar eru meðal annars settar fram kvaðir um notagildi, öryggi og hollustuhætti.

Hafðu augun opin fyrir bilunum i rafkerfum, og láttu lagfæra strax.

Bilaðar raflagnir og röng notkun raftækja er algeng  orsök bruna.

This entry was posted in Brunavarnir bygginga and tagged . Bookmark the permalink.

Leave a Reply