Brunatákn á teikningum

Um er að ræða tákn sem hafa verið notuð í Evrópu undanfarin ár en búast má við því að þeim verði skipt út fyrir önnur nýrri, hvenær það verður gert er ekki enn vitað en eldri táknin munu gilda áfram svo langt sem þau ná til að skilgreina verkfræðilegar úrlausnir.

Táknin og það sem þau standa fyrir eru:

  • A- efni, óbrennanleg byggingarefni.
  • B- efni, brennanleg byggingarefni

Eldnæm byggingarefni eru efni sem ekki komast í áðurnefnda flokka og á því ekki að nota þau í byggingar nema þau séu eldvarin á viðurkenndan hátt.

  • R er burðargeta í mínútum, t.d. R120.
  • E er heilleiki (þéttleiki) í mínútum, t.d. E60.
  • I er einangrun í mínútum, t.d. E30.
  • C er fyrir sjálfvirkan lokunarbúnað á hurðum og hlerum, t.d. EIC30.
  • S er fyrir reykþéttingar t.a.m. á hurðum, t.d. EIS60 (AEICS60).
  • M er fyrir byggingarhluta sem eiga að þola aflfræðilegt álag, t.d. högg.
  • W er einangunargildi gegn geislun.

Dæmi:

  • A-REI60 er eingöngu úr A- efnum.
  • A-REIM120 er eldvarnarveggur.
  • EI60 er algengur brunahólfandi veggur.
  • REI90 er algengur brunasamstæðuveggur.
  • EICS30 er algengustu brunahólfandi hurðirnar, t.d. að stigahúsum.
  • EICS60 er algeng hurð á milli  kjallara og stigahúsa.
leidbeiningar153br1

Smelltu á myndina til að sjá stærri útgáfu

leidbeiningar153br1_b

Smelltu á myndina til að sjá stærri útgáfu

This entry was posted in Brunavarnir bygginga and tagged . Bookmark the permalink.

Leave a Reply