Íkveikju og sambrunahætta

Sorptunnur og annað brennanlegt rusl

Varasamt er að geyma brennanlegt rusl og sorptunnur nærri byggingum vegna íkveikjuhættu.

Gerðar hafa verið prófanir á brunaeiginleikum sorptunna úr plasti. Niðurstöður prófana leiddu til þess að settar voru reglur um staðsetningu þeirra. Miðað er við 240 kg. ílát (polyethylen).

  • Eitt til tvö ílát skulu staðsett í að minnsta kosti þriggja metra fjarlægð frá timburvegg.
  • Eitt til tvö ílát skulu staðsett í að minnsta kosti tveggja metra fjarlægð frá járnklæddum vegg eða vegg með klæðningu í flokki eitt.
  • Þau mega standa upp við steyptan vegg, en þó aldrei í minni fjarlægð en þrjá metra, mælt í láréttri línu að glugga.
  • Aldrei má vera minna en 5 m. fjarlægð í timburþakskegg og glugga mælt í lóðréttri línu.
  • Ef ílátin er þrjú eða fleiri skal bæta tveimur metrum við ofangreindar fjarlægðir.
  • Séu ílátin fleiri en tíu skulu þau vera í sérstöku skýli úr a.m.k. E30 óbrennanlegum byggingarefnum, hámarksfjöldi íláta er tíu í hveju skýli. Hurðir eiga að opnast frá húsinu.

Ef ekki er hægt að uppfylla öryggisfjarlægðir má nota skýli eins og áður er lýst.

Bannað er að nota sorpílát úr plasti inni í byggingum nema í sorpgeymslum sem uppfylla kröfur 84. gr. byggingarreglugerðar.

Gróðureldar

Eldur í sinu getur kveikt í byggingum, girðingum, vörustæðum og fleiru úr brennanlegum efnum. Neisti frá sinubruna getur orsakað sprengingu á svæðum þar sem búast má við eldfimum gufum, til að mynda bensínstöðvum, olíubyrgðastöðvum og vinnustöðum þar sem unnið er með eldfim efni.

Til að koma í veg fyrir slíka bruna þarf að slá grasið niður í svörð á haustin.

Það fer eftir áhættunni hversu mikið þarf að slá og fjarlægja.

Lög um sinubrennur og meðferð elds á víðavangi

1992 nr. 61 1. júní

Lagasafn. Uppfært til febrúar 2001.  Útgáfa 126a.

1. gr. Óheimilt er að brenna sinu nema á jörðum sem eru í ábúð eða nýttar af ábúendum lögbýla og þá samkvæmt leyfi sýslumanns og að fylgt sé ákvæðum í reglugerð, sbr. 4.

2. gr. Aldrei má brenna sinu þar sem almannahætta stafar af eða tjón getur hlotist af á náttúruminjum, fuglalífi, mosa, lyng- eða trjágróðri og mannvirkjum.

6. gr. Sá sem veldur tjóni með sinubrennu eða meðferð elds á víðavangi þannig að saknæmt sé ber fébótaábyrgð á því tjóni sem af hlýst.

8. gr. Brot gegn ákvæðum laga þessara varða sektum.

Þótt lögin banni sinubrennur, sbr. 2. gr. hafa þau ekki komið í veg fyrir íkveikjur sem oftast eru raktar til barna og unglinga sem hafa trúlega ekki hugmynd um tilvist laganna.

This entry was posted in Brunavarnir bygginga and tagged . Bookmark the permalink.

Leave a Reply