Klæðningar

Innanhússklæðningar

Klæðningar innanhúss sem eru úr eldnæmum byggingarefnum og ná ekki að vera í flokki eitt eða tvö, geta verið úr efnum sem brenna tiltölulega hratt. Ekki er leyfilegt að nota slíkar klæðningar innanhúss hér á landi.

Slíkar klæðningar ásamt auðbrennanlegum innanstokksmunum geta orsakað hraðan bruna sem er mun hættulegri en bruni í tregbrennanlegum efnum og er líklegri til að valda mannskaða og eignatjóni því hann hefur hraðavirkari áhrif á

  • hættu á yfirtendrun í rýminu
  • útbreiðslu reyks til annarra rýma
  • slökkvistarf
  • útbreiðsluhættu til að mynda vegna geislunar

Utanhússklæðningar

Í einnar hæðar byggingum á yfirborðsflöturinn að vera með að minnsta kosti eiginleika klæðninga í flokki tvö. Í hærri byggingum á yfirborðið að vera sambærilegt að gæðum og klæðning í flokki eitt með þeirri undantekningu að smáfletir allt að 20% af veggfletinum mega vera með klæðningu í flokki tvö. Lóðrétt mega þær ekki þekja nema helming hverrar hæðar og miða skal við að þær beri ekki eld á milli hæða, reglurnar eru lágmarksákvæði.

Aðrar aðferðir má nota ef þær eru jafn öruggar eða betri.

klaedning01

Nokkrar algengar klæðningar

Brunamótstaða klæðninganna er gefin upp í mínútum miðað við staðlaða brunaáraun.

Í töflunni eru bæði klæðningar í flokki eitt og flokki tvö.

Klæðning í flokki eitt er klæðning sem logar ekki og eykur því ekki við það brunaálag sem fyrir er, loga- og reykmyndun verður því minni.

Þegar talað er um klæðningu í flokki eitt í flóttaleið er í raun átt við yfirborð klæðningarinnar, það er því ekki í öllum tilfellum nauðsynlegt að fjarlægja klæðningu sem fyrir er, gipsklæðningin kemur einfaldlega utan á eldri klæðninguna.

klaedning02

Smelltu á töfluna til að sjá stærri útgáfu

This entry was posted in Brunavarnir bygginga and tagged . Bookmark the permalink.

Leave a Reply