Einangrun

einangrun

Í gegnum tíðina hafa ýmsar gerðir einangrunar verið notaðar; reiðingur, marhálmur, spænir, korkur, glerull, steinull, hvítt plast (pólystýren), PIR(polyísósíanúrat), PUR (pólyúreþan) o.fl.

Almenna reglan er sú að einagrun í brunahólfandi veggjum skal vera þéttull eða sambærileg steinullareinangrun með rúmþyngd a.m.k. 30 kg/m3, að öðru leiti skal einangrun húsa vera úr óbrennanlegum efnum með eftirfandi undantekningum sbr. gr. 135.10 í byggingarreglugerð: Í útveggi á undirlag úr A-efni, í þessu tilviki á að klæða yfir með klæðningu í flokki eitt og ekki mega vera holrúm á milli (t.d. múrhúð).

Flestar steinsteyptar byggingar hér á landi eru einangraðar með frauðplasti innan á útveggi og múrað yfir. Ef veggirnir hitna mikið í elsvoða, bráðnar eiangrunin og skilur eftir holrúm á milli veggjar og múrs.

Ef lítil hætta stafar af þá má nota stálklæddar húseiningar með brennanlegri einangrun sem bráðnar ekki við hita, í þök og veggi einnar hæðar húsa.

Þessar húseiningar eru varasamar í eldi því við að hitna má gera ráð fyrir formbreytingum sem geta valdið hruni á þeim.

Athugið: Brennanlega einangrun má ekki nota í timburþök eða óvarða ofan á plötu að þakrými.

Frauðplast var mikið notað til að einangra þök og er víða óvarið ofan á steyptum plötum í þakrýmum t.a.m. fjölbýlishúsa, sumstaðar hefur tjörupappa verið komið fyrir ofan á einangruninni.

Þar sem bændur hafa einangrað gripahús með frauðplasti/bóluplasti, þyrftu þeir að fjarlægja plastið og setja steinull í staðinn. Ekki er nóg að klæða neðan á plastið með stálklæðningu. Klæða má plastið af með trefjagipsi. Er þetta markmið sem bændur þurfa að setja sér. Ekki er ætlast til að þetta sé gert strax, heldur framkvæmdir sem yrðu settar framarlega í forgangsröðunina.

This entry was posted in Brunavarnir bygginga and tagged . Bookmark the permalink.

Leave a Reply