Búnaðurinn samanstendur af háþrýstidælu 200 bar, 16.1 l/mín.
Slönguhjól úr ryðfríu stáli með 60 m langri slöngu og froðustút.
Froðublöndungur er við dæluna en blöndun lofts fer fram í stútnum.
200 L vatnstankur fylgir búnaðinum en einnig er hægt að tengja hana beint við vatnstank dælubifreiðareða önnur forðabúr ef henta þykir.
Búnaðurinn er fyrirferðalítill og er auðvelt að koma fyrir í hraðskreiðum tækjabílum eða hvaða skutbíl eða jeppa sem er og hentar t.d. sérstaklega vel með björgunarbúnaði við klippuvinnu. Þá hentar þessi búnaður vel við minni háttar yfirborðselda, gróðurelda og/eða almennt við fyrstu hjálp.
Þá má benda á lélega vegi t.d. að sumarhúsabyggðum eða útihúsum, sem þola ekki venjulegar þungar slökkvibifreiðar á vissum árstíðum en í þeim tilfellum getur þetta tæki veitt frábæra hjálp.
Hægt er að nota nánast hvaða froðu sem er eða léttvatn með búnaðinum. Slangan er tiltölulega létt og meðfærileg.
Það skal tekið fram að góðar persónuhlífar verða að vera við notkun búnaðarins vegna gífurlegs þrýstings og aldrei má beina stútnum að fólki eða skepnum.
Búnaðurinn er framleiddur í Þýskalandi og viðurkenndur skv. DIN staðli. Afgreiðslufrestur er u.þ.b. mánuður.
Nánari upplýsingar
Guðmundur Bergsson
Sími: 863 5158
Tölvupóstur: [email protected]
Baldur S. Baldursson
Sími: 891 6221
Tölvupóstur: [email protected]