Úðastútar og Monitorar

025

Útvegum úðastúta og monitora.

Myndirnar eru frá æfingu með nýjan monitor á Blönduósi.

 

 

Birt undir flokknum Ýmis Búnaður | Skrifið athugasemd

Björgunarbúnaður frá Weber: Klippur, glennur, tjakkar o.fl.

RSX160_E-FORCE_2Eldstoðir geta útvegað á hagstæðu verði Weber Hydraulic rafdrifin björgunartæki: Klippur, glennur, tjakka o.fl.Weber Hydraulic er stærsta og virtasta fyrirtækið í þessum málum í Evrópu og er einnig með verksmiðju í Bandaríkjunum. E Force vara rafhlöður, hleðslutæki o.fl fylgja hverju tæki. Sömu rafhlöður eru í öllum tækjunum þannig að möguleiki skapast til að kaupa búnaðinn smám saman t.d. klippur eitt árið og glennur það næsta. Myndir og allar upplýsingar eru á vefnum Weber Rescue E-Force tool.                                                                http://www.weber.de/wr/en/rettungsgeraete/e-force.php

Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Bergsson í síma 8635158, [email protected]

Birt undir flokknum Björgunarbúnaður | Skrifið athugasemd

Eldvarnaeftirlit í A-Húnavatnssýslu

Eldstoðir hafa tekið að sér eldvarnaeftirlit á þjónustusvæði Brunavarna Austur-Húnavatnssýslu.
Tvö sveitarfélög eru á þjónustusvæðinu þ.e. Blönduósbær og Húnavatnshreppur.

Eftirlitið hófst í október 2012 og hafa starfsmenn Eldstoða fengið góðar viðtökur og
viðbrögð við ábendingum um bættar brunavarnir.

Eldstoðir hafa í nokkur ár annast eftirlit á Skagaströnd og Skagabyggð.

Birt undir flokknum Eldvarnaeftirlit | Skrifið athugasemd

Háþrýstifroðudæla

Á Egilsstöðum hefur slökkiliðið komið dælu frá okkur fyrir í léttri bifreið.  Dælan hefur sannað gildi sitt og eru slökkviliðsmenn afar ánægðir með hana.

Birt undir flokknum Dælur | Skrifið athugasemd

Umræða um hjálma


Umræða um hjálma Eldstoða ehf.
Á Þingi slökkviliðsstjóra í mars 2011 átti sér stað umræða um hjálma sem hafa verið til sölu hjá Eldstoðum ehf.
Í umræðunni héldu starfsmenn Mannvirkjastofnunar því fram í samtölum við nokkra slökkviliðsstjóra að Eldstoðir hefðu selt slökkviliðum hjálma sem uppfylltu ekki Evrópustaðla og að fyrirtækið hefði selt notaða hjálma. Nokkrir slökkviliðsstjórar hafa staðfest þessi ummæli í samtölum við starfsmenn Eldstoða.

Í framhaldinu sendu Eldstoðir forstjóra Mannvirkjastofnunar athugasemdir vegna þessara ummæla.
Í svarbréfi forstjóra Mannvirkjastofnunar kveðst hann hafa upplýst starfsmenn stofnunarinnar um að Eldstoðir ehf. hafi einungis selt hjálma slökkviliðsmanna sem uppfylla kröfur viðeigandi Evrópustaðla.

Þá tók forstjórinn það fram að stofnunin teldi Eldstoðir ehf. hafa sérþekkingu á sviði málefna slökkviliða og að hann vonist eftir sem bestu samstarfi við fyrirtækið varðandi málefni brunavarna og slökkviliða á landinu.
Ennfremur tók hann sérstaklega fram að Hjálmurinn PAB FIRE HT Composite uppfyllir staðalinn: EN 443/2008.

Meðal þess sem Eldstoðir hafa upp á að bjóða
Háþrýst froðu slökkvidæla. Lausar dælur, bæði bensín- og dieselknúnar. Slöngur.
Hjálmar af ýmsum gerðum. Björgunartæki. Stútar o.fl o.fl.
Fyrirtækið getur útvegað nánast allt sem snýr að slökkviliðum, t.a.m. slökkvibifreiðar og ýmsan annan tækjabúnað.

Eldstoðir sinna eldvarnaeftirliti fyrir sveitarfélög víða um land.

Birt undir flokknum Óflokkað | Skrifið athugasemd

Nýtt í sölu hjá okkur

Eldstoðir ehf. bjóða upp á margvíslegar vörur og þjónustu til slökkviliða og sveitarfélaga t.a.m. eldvarnaeftirlit, æfingar og fyrirlestra. Fyrirtækið útvegar slökkviliðum tæki og ýmsan búnað á verulega hagstæðu verði, m.a. dælur, slöngur, stúta, o.fl.

Nokkur dæmi um vörur eru neðar á þessari síðu

Slöngur af ýmsum gerðum og stærðum, erum með sýnishorn

Nokkrar gerðir af hjálmum til slökkvi- og öryggisstarfa, FIRE HT er til á lager ásamt ljósum og hjálmafestingum

Léttar beranlegar dælur m.a. með dieselvélum, til á lager

Þá eigum á lager hina mögnuðu háþrýsti- froðudælu, sjá undir slökkvidælur

Sjá nánar hér fyrir neðan

Birt undir flokknum Ýmis Búnaður | Skrifið athugasemd

Nýtt í sölu: Slöngur til slökkvistarfa

Slöngur af ýmsum gerðum og stærðum

Slöngur af ýmsum gerðum og stærðum


Slöngurnar eru framleidda í Jiangsu héraði

Þær eru framleiddar samkvæmt ströngustu gæðakröfum

Nokkrir litir í boði

Sýnishorn til staðar hjá Eldstoðum ehf

Birt undir flokknum Ýmis Búnaður | Skrifið athugasemd

FIRE HT 04

FIRE HT 04

FIRE HT 04

Hjálmurinn er 1100 gr. að þyngd, inni í þyngdinni eru andlits- og hnakkahlífar

Þolir allt að 1000 gráðu hita á celsíus í 10 sekúndur (þolir yfirtendrun) og 250 gráður í 30 mínútur

Uppfyllir nýjustu staðla (EN 443/2008), einnig staðalinn (EN 14458)

Góð slettuvörn



Birt undir flokknum Ýmis Búnaður | Skrifið athugasemd

Fylgihlutir frá PAB

Ýmsir fylgihlutir

Ýmsir fylgihlutir

Ljós og ljósafestingar á hjálma

Hlífðargleraugu sem rúmast vel undir andlitshlífinni

Festing á hjálm fyrir talstöð

O.fl.

Birt undir flokknum Ýmis Búnaður | Skrifið athugasemd

Nýtt í sölu hjá okkur: Slökkvidælur framleiddar í Zheijang

Eins og kunnugt er bjóða Eldstoðir ehf. upp á margvíslegar vörur og þjónustu til slökkviliða og sveitarfélaga t.a.m. eldvarnaeftirlit, æfingar og fyrirlestra. Fyrirtækið útvegar slökkviliðum tæki og ýmsan búnað á verulega hagstæðu verði, m.a. dælur, slöngur, stúta, hjálma o.fl.

Birt undir flokknum Ýmis Búnaður | Skrifið athugasemd